Í vikunni 3.–7. júlí er fyrirhugað að byrja að taka gamla gervigrasið af okkar ástkæra Fellavelli. Framkvæmdir hefjast í þessari viku og í framhaldi af því að gúmmí verði tekið úr grasinu, hefst skurður á grasinu og svo verður því rúllað upp í rúllur.
Bæjarbúum sem og öðrum Austfirðingum er velkomið að koma og sækja sér renninga/rúllur ef fólk hefur áhuga á að nýta sér slíkt. Ekki verður skorið eftir pöntunum hvers og eins, heldur er reiknað með að hver rúlla verði 2 metrar á breidd og ca 30 metrar á lengd. Ekki er í boði að keyra þessu til einstaklinga sem hafa áhuga á að eignast gras, bara að mæta á svæðið með tilheyrandi fararskjóta til að flytja grasið í burtu sjálft.
Nánari upplýsingar um framgang mála má finna á facebook síðu íbúa fljótsdalshéraðs.