Fara í efni

Framkvæmdir á Djúpavogi

17.01.2022 Fréttir

Síðustu misseri hefur verið unnið að greiningu á viðhaldsþörf og gerð áætlun um framkvæmdir í Múlaþingi. Meðfylgjandi eru upplýsingar um þær framkvæmdir sem hafnar eru við grunnskólann á Djúpavogi og íþróttamiðstöðina.

 

Djúpavogsskóli

  • Framkvæmdir við endurbætur á skólalóðinni eru hafnar og er 1. áfangi vel á veg kominn.
  • Sérkennsluaðstaða var útbúin síðastliðið haust og er það þörf viðbót sem hefur nýst vel.
  • Í lok síðasta árs voru gerðar úrbætur á hljóðvist í öllum eldri kennslustofum skólans með uppsetningu kerfislofta. Einnig var lýsing bætt og færð í nútímalegra horf.
  • Farið var í aðgerðir til að bregðast við kulda í nokkrum rýmum skólans og bætt við einangrun á lofti í elsta hluta hússins.
  • Ný sjálfvirk útihurð við aðalinngang skólans er komin í gagnið. Í framhaldinu verður forstofan endurskipulögð.
  • Byrjað er á að bæta aðgengi fyrir fatlaða og unnið er að lausnum til að hægt verði að útbúa öruggan göngustíg frá skólanum yfir að Helgafelli.
  • Á árinu 2022 er gert ráð fyrir að veðurkápa hússins verði endurnýjuð að miklu leyti en í því felst að skipt verður um glugga, þakskyggni og klæðningu á útveggjum.

Í lok síðasta árs voru gerðar úrbætur á hljóðvist í öllum eldri kennslustofum skólans með uppsetningu kerfislofta. Einnig var lýsing bætt og færð í nútímalegra horf.

Íþróttamiðstöð Djúpavogs

  • Sturtuaðstaða hefur verið bætt og komin er lausn á skorti á heitu vatni.
  • Loftræstikerfi hefur verið endurnýjað að hluta og stórbætt með nýjum tæknibúnaði. Megin tilgangur þeirra framkvæmda er að bæta inniloft og vernda húsið fyrir skemmdum.
  • Nýtt stýrikerfi fyrir sundlaugina er í burðarliðnum. Með þessari aðgerð verður hægt að stýra og fylgjast með öllu sem við kemur hita, klór, pH gildum, loftgæðum ofl.
  • Unnið er að uppsetningu á nýju brunaviðvörunarkerfi. Það gamla hefur verið óvirkt frá 2015.
  • Skipt hefur verið um hluta ljósa í sundlaugarhúsi.
  • Á næsta ári er stefnt að því að skipt verði um glugga á norður og vestur hlið byggingarinnar
Framkvæmdir á Djúpavogi
Getum við bætt efni þessarar síðu?