Fimmtudaginn 10. febrúar mun starfsfólk félagsmiðstöðva í Múlaþingi flytja fræðslu um samskipti og nethegðun unglinga. Borið hefur á vandamálum hjá unga fólkinu okkar í netheimum og við teljum að nú sé kominn tími til þess að upplýsa foreldra um stöðu mála og koma með ábendingar um það sem betur má fara.
Fyrirlesari er William Óðinn Lefever, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar á Djúpavogi og fer fræðslufundurinn fram á Teams klukkan17:00.
Mikilvægt er að sem flest forráðafólk barna í 5.–10. bekk í Múlaþingi sjái sér fært að hlusta á fræðsluna, enda snertir hún okkur öll.