Fara í efni

Forstöðuaðili félagsmiðstöðvar á Seyðisfirði

08.07.2021 Fréttir

Fjölskyldusvið Múlaþings auglýsir starf forstöðuaðila félagsmiðstöðvarinnar Lindarinnar á Seyðisfirði.

Um er að ræða 100% starf sem ráðið er í frá ágúst 2021.

Forstöðuaðili Lindarinnar sér um skipulagningu og framkvæmd félagsmiðstöðvastarfs á Seyðisfirði fyrir börn og ungmenni á aldrinum 10-16 ára.

Viðkomandi vinnur í teymi með öðru starfsfólki á sviði íþrótta- og æskulýðsmála og tekur þátt í stefnumótun í félagsmiðstöðvamálum sveitarfélagsins Múlaþings.

Markmið starfs í félagsmiðstöðvum Múlaþings er að bjóða upp á heildstæða og faglega þjónustu þar sem uppeldisgildi frítímastarfs eru höfð að leiðarljósi. Í því felst að skapa umhverfi og aðstæður þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á samskiptafærni, félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipuleggur og sinnir vöktum í félagsmiðstöðvum, sértæku hópastarfi, námskeiðum, fræðslu, viðveru í og samvinnu við grunnskóla og ýmsu öðru.
  • Skipuleggur og mótar frítímastarf fyrir börn og unglinga þar sem höfð eru að leiðarljósi uppeldis- og forvarnamarkmið.
  • Vinnur starfsáætlun fyrir félagsmiðstöðina í samráði við annað starfsfólk á íþrótta- og æskulýðssviði.
  • Sækir fræðslu í samráði við annað starfsfólk sviðsins.
  • Sækir viðburði með börnum- og unglingum á vegum félagsmiðstöðvarinnar.
  • Sér um samfélagsmiðla miðstöðvarinnar, t.a.m. Facebook, Instagram og Discord.
  • Ber ábyrgð á fjármálum félagsmiðstöðvarinnar og tekur þátt í fjárhagsáætlunargerð.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi. Háskólamenntun á sviði uppeldis-, tómstunda- og/eða félagsmálafræði eða sambærileg uppeldismenntun er mikill kostur.
  • Reynsla af stjórnun.
  • Reynsla af starfi með börnum og ungmennum er nauðsynleg og þekking á málaflokknum æskileg.
  • Góð íslensku og enskukunnátta í máli og ritun og góð almenn tölvukunnátta.
  • Þekking á umhverfi samfélagsmiðla og helstu forrita til efnissköpunar.
  • Umsækjandi þarf að vera orðinn 20 ára gamall og hafa hreint sakavottorð skv. 10. gr. Æskulýðslaga (lög nr. 70/2007).
  • Snyrtimennska, góð samskiptahæfni og rík þjónustulund.
  • Heiðarleiki og stundvísi, auk þess sem starfsmaður þarf að vera umburðalyndur.
  • Er góð fyrirmynd.

Allir umsækjendur þurfa að gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 3.-4. mgr. 10. gr. laga nr.70/2007 og uppfylla þau skilyrði sem koma fram í 2. mgr. 10. gr. sömu laga.

Öllum umsóknum skal fylgja rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Vinnustaðir Múlaþings eru tóbakslausir og fjölskylduvænir.

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bylgja Borgþórsdóttir, í gegnum netfangið bylgja.borgthorsdottir@mulathing.is. Umsókn má finna hér.

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má hér.

 

Forstöðuaðili félagsmiðstöðvar á Seyðisfirði
Getum við bætt efni þessarar síðu?