Fara í efni

Fjárhagsáætlun Múlaþings 2024 – 2027 - fyrri umræða

16.11.2023 Fréttir

Fjárhagsáætlun 2024 – 2027

Fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2024 ásamt 3ja ára áætlun fyrir 2025-2027 var lögð fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn Múlaþings á fundi þann 15. nóvember 2023.

Helstu niðurstöður:

  • Rekstrarafkoma A og B hluta samkvæmt fyrirliggjandi tillögu til fyrri umræðu er jákvæð á árinu 2024 um 585 millj. kr. Afkoma af rekstri A hluta er jákvæð um 10 millj. kr.
  • Skatttekjur hækka um 839 millj. kr. á milli ára ef miðað er við áætlun fyrir árið 2023 og nema 7.736 millj. kr. sem er 12% hækkun á milli ára.
  • Útsvarstekjur nema 4.088 millj. kr. og hækka 8% miðað við samþykkta áætlun fyrir árið 2023.
  • Áætlað er að fasteignaskattur nemi um 894 millj. kr. sem er 17% hækkun frá 2023.
  • Framlög Jöfnunarsjóðs nema 2.671 millj. kr. sem er 17% hækkun miðað við samþykkta áætlun 2023.
  • Í útkomuspá launa fyrir árið 2023 er áætluð niðurstaða A hluta um 4.781 millj. kr. en verða um 5.350 millj. kr. á árinu 2024 sem gerir um 11,9 % hækkun á milli ára.
  • Framlegð (EBITDA) í A hluta er áætluð 814 millj. kr. eða 9,1% og í samstæðu A og B hluta er framlegð áætluð 1.750 kr. eða 16,7%.
  • Fjárfestingar A hluta nemi 500 millj. kr. nettó samkvæmt forsendum áætlunar.
  • Fjárfestingar B hluta nemi um 860 millj. kr nettó samkvæmt forsendum áætlunar.

 

Nánar má sjá fyrirliggjandi áætlun hér á heimasíðu Múlaþings.

Nánari upplýsingar veita Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings og Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri Múlaþings.

Fjárhagsáætlun Múlaþings 2024 – 2027 - fyrri umræða
Getum við bætt efni þessarar síðu?