Fara í efni

Seyðisfjörður uppljómaður

02.02.2022 Fréttir Seyðisfjörður

Listahátíðin List í Ljósi kynnir með stolti

List í Ljósi Listahátíð - 11 og 12 febrúar 2022 frá 18:00 til 22:00 báða daga.

 

Töfrandi ljós lýsa upp Seyðisfjörð enn á ný

Í febrúar 2022 taka yfir 20 listamenn, erlendir sem innlendir, þátt í List í Ljósi með einstökum og töfrandi ljóslistaverkum og lýsa þar með upp Seyðisförð. Þetta verður í sjöunda sinn sem hátíðin er haldin, en hátíðin, sem hlotið hefur einróma lof og viðurkenningar, fagnar endurkomu sólar í fjörðinn og ættu unnendur samtímalistar, fjölskyldur og aðrir gestir fjarðarins ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara.

Hátíðin fer fram dagana 11. og 12.febrúar, en þá slökkva Seyðfirðingar á ljósum sínum og gefa ljóslistaverkum rými um allan bæ - í umsjón hátíðarstjóranna Sesselju Jónasardóttur og Celiu Harrison.

Öll verk hátíðarinnar eru einstök - hér eru þó nokkrir hápunktar sem vert er að benda sérstaklega á:

FEFF á Ferð / FEFF On The Go - ekki missa af stjórnendum Flat Earth Film Festival þegar þau keyra um bæinn á smárútu og bjóða gestum og gangandi upp á einstaka upplifun.

Living Forest - taktu með þér klink til þess að sjá þetta gagnvirka listaverk lifna við (allur ágóði rennur til Votlendissjóðs). Þetta verk hefur komið víða við á hátíðum um allan heim og er List í ljósi spennt að taka á móti verkinu í fyrsta sinn á Íslandi.

Herðubreið - kíktu inn í bíósal og fáðu yl í kroppinn með því að taka dansspor undir góðum tónum í boði vídjólistamönnunum Vikram og Thomas.

 

“Árið 2022 fögnum við List í ljósi í sjöunda sinn og erum afskaplega stolt og glöð að taka á móti 27 verkum frá bæði innlendum og erlendum listamönnum. Við komum sterk til baka eftir erfitt ár, bæði vegna COVID-19 og aurskriða sem féllu á bæinn okkar í desember Í ár höfum við skapað eitthvað alveg einstakt sem vert er að hlakka til”.

- Sesselja Jónasardóttir

 

Upplifðu List í ljósi 2022 frá kl. 18:00-22:00 dagana 11. og 12.febrúar. Aðgangur er ókeypis á alla viðburði hátíðarinnar.

Viðburðurinn er styrktur af Múlaþingi

Ljósmynd Ómar Bogason
Ljósmynd Ómar Bogason
Getum við bætt efni þessarar síðu?