Aðgerðastjórn bendir á mikilvægi þess að við gætum hvert og eitt að okkar persónubundnum smitvörnum og gefum þar hvergi eftir, jafnvel þó ástandið í fjórðungnum þyki gott. Blikur eru á lofti þegar litið er til smita um landamæri. Stjórnvöld hafa því boðað hertar reglur gagnvart þeim sem koma til landsins með það að markmiði að stemma stigu við fjölgun smita. Það mun takast.
Í því ljósi og þeirrar staðreyndar að ríflega 20% íbúa fjórðungsins eru ýmist fullbólusettir eða bólusettir að hluta er ástæða til að horfa björtum augum fram á við. Höldum ró okkar áfram, verum einbeitt í sóttvörnum og komumst þannig saman í gegnum þennan skafl.