Fleiri COVID smit hafa ekki greinst á Austurlandi utan það sem greindist þriðjudaginn 17. nóv síðastliðinn. Þrjátíu og sjö einstaklingar eru sem fyrr í sóttkví.
Vegna framangreinds smits fóru sex í sýnatöku í gærmorgun. Niðurstaða barst í gærkvöldi. Engin smit greindust.
Þeir sem nú eru í sóttkví munu samkvæmt verklagi skimaðir á morgun þegar vika er liðin frá mögulegri síðustu útsetningu við hinn smitaða. Framhald sóttkvíar ræðst af niðurstöðunni.
Aðgerðastjórn minnir á mikilvægi þess að við gætum að öllum persónubundnum smitvörnum, nú sérstaklega í ljósi þess að uppruni smits á svæðinu er óljós. Aðgerðastjórn er vongóð um að náðst hafi utan um verkefnið og fleiri smit greinist ekki. Gætum þó sérstaklega að okkur næstu viku.
Höldum áfram að gera þetta í sameiningu og styðjum hvert annað, öll sem eitt.