Í dag er liðið eitt ár síðan Borgarfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaður sameinuðust í sveitarfélagið Múlaþing. Með því varð til sveitarfélag sem er tæplega 11.000 ferkílómetrar að flatarmáli, sem er rúm 10% af flatarmáli Íslands. Íbúar Múlaþings eru rétt rúmlega 5.000 talsins og rekstur sveitarfélagsins er í samræmi við fjárhagsáætlun.
Hér má líta kynningarmyndband Múlaþings til íbúa en ýmislegt hefur breyst síðastliðið árið og margt kann að vera nýtt og jafnvel framandi í nýju Múlaþingi. Með myndbandinu er það helsta kynnt til leiks og íbúar hvattir til að kynna sér hlutina enn frekar með því horfa og hlýða á myndskeiðið til enda. Við erum sterkari saman.
Íbúum Múlaþings er óskað til hamingju með daginn.