Fara í efni

Eflum atvinnulíf á Austurlandi

21.11.2023 Fréttir

Hótel Berjaya Hérað Egilsstöðum 21. nóvember klukkan 11:30 - 13:00.

Þriðjudaginn 21. nóvember verður haldinn opinn fundur um atvinnuuppbyggingu og þróun íbúðamarkaðar á Austurlandi. Fundurinn verður haldinn á Hótel Berjaya Hérað klukkan 11:30 og er opinn öllum. Fundurinn er hluti af fundaröð ýmissa aðila sem láta sig varða atvinnu- og byggðaþróun í landsbyggðunum. Að fundinum standa Byggðastofnun, HMS, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök iðnaðarins og er fundurinn haldinn í samstarfi við Austurbrú.

Á fundinum verður farið yfir stöðu á íbúðamarkaði, stafræn byggingarleyfi, nýsköpunarstyrki, hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu og þau lánaúrræði sem standa til boða bæði hvað varðar rekstur og uppbyggingu íbúða á landsbyggðinni.

Dagskrá

  • Áskoranir og tækifæri á Austurlandi
    Dagmar Ýr Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Austurbrúar

  • Staða íbúðauppbyggingar
    Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri hjá HMS

  • Stafræn byggingarleyfi

Hugrún Ýr Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá HMS

  • Lánastarfsemi Byggðastofnunar

Pétur Friðjónsson, sérfræðingur á fyrirtækjasviði Byggðastofnunar

  • Nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina

Lóa Auðunsdóttir, sérfræðingur hjá HVIN

  • Aukum hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu

Friðrik Ágúst Ólafsson, viðskiptastjóri hjá SI

 

Boðið verður upp á léttar veitingar meðan á fundi stendur og er fundargestum boðið samtal við frummælendur eftir fundinn.

Við bjóðum alla velkomna á fundinn og hlökkum til að sjá ykkur.

Eflum atvinnulíf á Austurlandi
Getum við bætt efni þessarar síðu?