Málþing um ritun sögu Seyðisfjarðar
Þingið verður haldið í Herðubreið á Seyðisfirði og stendur frá klukkan 10:00 til klukkan 17:00 með hádegisverðarhléi. Að loknum umræðum um erindin verður gestum skipt í hópa, sem hver um sig fjallar um sinn þátt verkefnisins. Að loknu hópastarfi verður afgreidd tillaga um framhald málsins.
Dagskrá:
- Setning klukkan 10:00. (Formaður Sögufélags)
- Skipan ráðstefnustjóra og ritara.
- Erindi frummælenda.
- Sigurjón Bjarnason f.h.Helga Hallgrímssonar
- Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður.
- Jón Hjaltason sagnfræðingur
- Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur
- Pétur H. Ármannsson arkitekt.
- Stefán Bogi Sveinsson héraðsskjalavörður
- Hádegisverðarhlé klukkan 12.00.
- 13.00. Umræður um erindi. 1. klst.
- 14.00. Starfshópastarf (1 klst.) (Hópstjórar valdir fyrirfram)
- Heimildaöflun
- Form ritunar.
- Fjármögnun – umsjónaraðili.
- 15.00. Kaffihlé. 15 mín.
- 15.15. Ályktanir hópa.
- 15.45. Tillaga um framkvæmd. Samræming úr hópastarfi.
- Starfshópur (3 menn í 15 mínútur)
- Tillagan lögð fram og rædd.
- Gengið til atkvæða og afgreiðslu.
- 17.00 Ráðstefnuslit.