Dagar myrkurs verða haldnir um allt Austurland frá 31. október – 5. nóvember.
Dagar myrkurs er byggðahátíð Austurlands þar sem gervallur fjórðungurinn leggst á eitt við að gera íbúum og gestum þeirra glaða daga í svartasta skammdeginu og lýsa það upp, ellegar undirstrika það með skírskotun í ríkan drauga- og vættaarf. Í Múlaþingi verður mikið um að vera eins og sjá má.
Búningadagur verður haldinn 31. október þar sem íbúar á öllum aldri erum hvött til að vera með.
Ljósmyndakeppni Daga myrkurs verður einnig á sínum stað.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í ljósmyndasamkeppninni senda inn myndir á netfangið dagarmyrkurs@austurbru.is í síðasta lagi 5. nóvember.
Verðlaun eru 50.000 kr og Austurbrú áskilur sér rétt til að nota innsendar myndir í kynningar- og markaðsefni.
Frekari upplýsingar veitir Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir // dora@austurbru.is // 470 3871.