Dagar myrkurs verða haldnir um allt Austurland frá 31. október – 5. nóvember.
Dagar myrkurs er byggðahátíð Austurlands þar sem gervallur fjórðungurinn leggst á eitt við að gera íbúum og gestum þeirra glaða daga í svartasta skammdeginu og lýsa það upp, ellegar undirstrika það með skírskotun í ríkan drauga- og vættaarf. Listafólk leggur lóð sín á vogarskálarnar; tónlist og myndlist verða í öndvegi, hlaðborð og þjóðlegir réttir, kertaljós og kósý-stundir í sundlaugum, ljóðalestur, skreyttir gluggar, draugagangur og afturganga, bílabíó og Ástardagar, sviðamessa, myrkra- og grímuböll, og stjörnum og norðurljósum fagnað svo eitthvað sé nefnt. Verslanir og þjónustuaðilar bjóða freistandi tilboð á vörum, veitingum og gistingu í tilefni daganna.
Njótum samverunnar
Íbúar Múlaþings, félagasamtök og fyrirtæki eru sérstaklega hvött til að taka virkan þátt í Dögum myrkurs sem er okkar sameiginlega byggðahátíð.
Hægt er að senda upplýsingar um viðburði og fyrirspurnir á dora@austurbru.is // 470-3871.