Eitt Covid smit er á Austurlandi og 38 einstaklingar eru í sóttkví. Nær allir þeir sem nú eru í sóttkví fóru í sýnatöku í dag. Þeir þurfa að vera áfram í sóttkví þar til þeir hafa fengið eðlilega niðurstöðu. Vænta má að niðurstöður liggi fyrir seint í kvöld.
Aðgerðastjórn minnir á að ekkert okkar vill smitast og að smit geta komið upp jafnvel þó ítrustu aðgæslu sé gætt. Við það verður ekki að fullu ráðið sem kallar á að í orði og athöfnum sýnum við þeim sem smitast samkennd og tillitssemi. Hvernig við sem samfélag bregðumst við smiti segir mikið um það hverrar gerðar við erum og þar höfum við staðið okkur vel síðustu mánuði. Fyrir það þakkar aðgerðastjórn og treystir á áframhaldandi SAMstöðu. Þannig sigrumst við á þessum faraldri SAMAN.