Kallað eftir þátttöku fyrirtækja og félagasamtaka á Djúpavogi!
Cittaslow sunnudagur er haldinn ár hvert, í öllum aðildarsveitarfélögum Cittaslow, síðasta sunnudag í september.
Í ár verður Cittaslow sunnudagurinn 26. september í Löngubúð og er stefnt á að halda Cittaslow kynningarmarkað þar sem einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök á Djúpavogi geta tekið frá borð þar sem fólk kynnir sína starfsemi til leiks, leyfir öðru að smakka eða prófa og hægt er að selja varning og vörur.
Fjölbreytileikinn í bænum er mikill og honum ber að hlúa að og varðveita. Markmið dagsins er að kynna staðbundna framleiðslu, menningu, starfsemi og innviði í Cittaslow þorpinu okkar á einu bretti milli klukkan 13 og 17.
Þau sem hafa áhuga á að panta borð á Cittaslow-daginn í Löngubúð þurfa að senda póst til greta.samuelsdottir@mulathing.is eða hringja í síma 697-5853 fyrir 17. september.