Sýningin fjallar um hina fjölbreyttu og margbreytilegu sögu mannlífs og atvinnustarfsemi á þeirri litlu landræmu sem Búðareyrin á Seyðisfirði er. Umbreytingar einkenna þessa sögu sem er sögð út frá mismunandi þemum, höfninni, upphafi byggðarinnar, verslun og viðskiptum, Vélsmiðjunni, samskiptum og ritsímanum, hernámsárunum og að lokum náttúrufari og skriðuföllum.
Sýningin er til húsa í Vélsmiðjunni, eina húsnæði safnsins sem eftir stendur á Búðareyrinni og hefur gengið í gegnum miklar umbætur svo hægt sé að nýta það undir sýningar að nýju. Formleg opnun er þann 30. ágúst klukkan 17.
Dagskrá:
-
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, ávarp.
-
Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings afhendir safninu formlega bryggjuhúsið Angró.
-
Elfa Hlín Sigrúnar Pétursdóttir og Jónína Brynjólfsdóttir safnstjórar, ávarp.
-
Arkitektar kynna stöðu hönnunar á nýju safnasvæði við Lónseiru.
Tónlistaratriði og léttar veitingar.