Brotajárn verður sótt í dreifbýli Múlaþings dagana 19. – 30. ágúst hjá þeim sem óska eftir því. Þjónustan er gjaldfrjáls og eru íbúar hvattir til að nýta sér hana.
Undir brotajárn falla allir málmar svo sem bárujárn, bílhræ og girðinganet. Auk þess má losa sig við hjólbarða/dekk. Best er að safna brotajárni saman á aðgengilegan stað fyrir hirðubíl sem er búinn krana og getur tekið mest efni sjálfur. Mikilvægt er að brotajárn sé laust við rusl og heimilt að synja hirðu ef svo er ekki.
Til þess að nýta þessa þjónustu er nauðsynlegt að skrá sig hjá sveitarfélaginu fyrir föstudaginn 16. ágúst.
Fram þarf að koma: nafn, símanúmer, bæjarnafn, lýsing á brotajárni og áætlað magn og hvort um sé að ræða fyrirferðamikið brotajárn svo sem stór tæki.
Senda má póst á netfangið umhverfisfulltrui@mulathing.is eða hringja í síma 4700-732.