Fara í efni

Breytt skipulag á móttökustöðinni á Egilsstöðum

16.05.2024 Fréttir Egilsstaðir

Skipulagi móttökustöðvarinnar á Egilsstöðum hefur verið breytt þannig að nú eiga allir sem þangað koma með úrgang að fara á efra planið. Neðra planið er aðeins ætlað sem vinnusvæði fyrir starfsmenn móttökustöðvarinnar. Þá hafa nýjar og bættar merkingar verið teknar í notkun til að auðvelda flokkun á svæðinu. Markmið breytinganna er að gera svæðið notendavænna og öruggara fyrir þá sem þangað koma með úrgang.

Múlaþing leggur áherslu á að móttökustöðvar séu snyrtilegar og veiti góða þjónustu. Fyrirspurnir, ábendingar, hrós eða kvartanir má senda á umhverfisfulltrúa á umhverfisfulltrui@mulathing.is.
Hér má nálgast frekari upplýsingar um sorphirðu og endurvinnslu í Múlaþingi svo sem opnunartíma móttökustöðva og sorphirðudagatöl.

 

Breytt skipulag á móttökustöðinni á Egilsstöðum
Getum við bætt efni þessarar síðu?