Sveitarfélagið Múlaþing óskar íbúum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar samskiptin á liðnu ári.
Það verða brennur í öllum kjörnum Múlaþings á gamlársdag sem hér segir:
Á Borgarfirði eystri verður brenna við norðurenda flugbrautarinnar klukkan 20:30 og heimafólk skýtur upp flugeldum.
Á Djúpavogi verður brenna klukkan 17:00 á Hermannastekkum og korteri seinna, eða klukkan 17:15, verða flugeldum skotið upp á sama stað.
Á Egilsstöðum verður áramótabrenna klukkan 16:30 í Tjarnargarðinum og flugeldum verður skotið upp frá Þverklettum klukkan 17:00.
Á Seyðisfirði verða bæði brenna og flugeldasýning klukkan 17:00 í Langatanga.