Fara í efni

Bréf til foreldra vegna kynferðisglæpa á netinu

08.02.2021 Fréttir

Í bréfi sem Múlaþing hefur sent skólastjórnendum til dreifingar til foreldra grunnskólabarna er vakin athygli á einni af birtingarmyndum kynferðisbrota gegn börnum og unglingum.

Borið hefur á því hérlendis að börn á grunnskólaaldri fái skilaboð frá glæpamönnum sem bjóðast til að greiða þeim peninga fyrir kynferðislegar ljósmyndir. Samskiptin fara fram á samfélagsmiðlum eins og Snapchat, Instagram og Tik Tok og Telegram. Greiðslur fara fram í gegnum öpp eins og Aur og Kass og eru börnum boðnar á bilinu 5-10.000 kr. fyrir myndina. Upphæðin ræðst af því hvað sést á myndinni og hversu skýr hún er. Nokkur slík mál eru nú til skoðunar hjá lögreglu.

Bréfið til foreldra er aðgengilegt á íslensku, ensku og pólsku og hægt er að lesa þau hér að neðan.

Íslenska
Enska
Pólska

Bréf til foreldra vegna kynferðisglæpa á netinu
Getum við bætt efni þessarar síðu?