Auglýst hefur verið til umsóknar starf fræðslustjóra Múlaþings með umsóknarfresti til 28. mars 2022. Fræðslustjóri er faglegur leiðtogi málaflokksins og ber rekstrarlega ábyrgð á fræðslumálum í sveitarfélaginu. Fræðslustjóri er jafnframt yfirmaður skólastjórnenda, forstöðumanns skólamötuneytis á Egilsstöðum og skólaþjónustu sveitarfélagsins, auk þess að starfa með fjölskylduráði. Fræðslustjóri er með fasta starfsstöð á einni af fjórum skrifstofum Múlaþings, á Egilsstöðum, Borgarfirði eystri, Djúpavogi eða Seyðisfirði. Fræðslustjóri er yfirmaður á fjölskyldusviði og heyrir undir sveitarstjóra.
Nánari upplýsingar um starfið má finna hér.