Samkvæmt heimild í 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, hefur byggðaráð Múlaþings samþykkt að setja eftirfarandi reglur um umferð á Seyðisfirði. Auglýsingin hefur fengið samþykki frá lögreglustjóranum á Austurlandi og veghaldara sem er Múlaþing.
1. Takmarkanir á akstri
Einstefna er inn Ferjuleiru frá gatnamótum Hafnargötu og Ferjuleiru, að gatnamótum Lónsleiru og Ferjuleiru á Seyðisfirði.
Ákvörðun þessi tekur gildi við birtingu auglýsingarinnar og varir frá 1. júní til 30. september ár hvert.
Samþykkt í byggðaráði Múlaþings 21. maí 2024.