Fara í efni

Auglýsing um niðurstöðu vegna skipulagsmála

25.11.2021 Fréttir

Breyting á Aðalskipulagi Borgarfjarðar eystri 2004-2016 og nýtt deiliskipulag vegna lóðar Gamla frystihússins. 

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti þann 10. nóvember 2021 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðar eystri 2004-1016. Heimastjórn Borgarfjarðar eystri samþykkti jafnframt tillögu að deiliskipulagi vegna lóðar Gamla frystihússins þann 19. nóvember 2021. Tillögurnar voru auglýstar samhliða frá 16. september til 29. október 2021. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunum og hafa þær verið sendar Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Breyting á aðalskipulagi felur í sér stækkun á reit BV6 (Verslun og þjónusta) en á reitnum er í dag Hótel Blábjörg, sem eitt sinn var frystihús. Svæðið sem stækkunin nær til er opið svæði við fjöruborðið ásamt íbúðarlóð aftan við opið svæði. Breytingin leiðir af sér minnkun á aðliggjandi reitum, þ.e. reit ÍB4 (Íbúðarsvæði) og opnu svæði.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögurnar og niðurstöðu sveitarstjórnar og heimastjórnar geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Múlaþings.

 

Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.

Auglýsing um niðurstöðu vegna skipulagsmála
Getum við bætt efni þessarar síðu?