Fara í efni

Auglýsing um móttöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga í Múlaþingi 14. maí 2022

29.03.2022 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður Kosningar

Auglýsing um móttöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga í Múlaþingi 14. maí 2022

Framboð þarf að tilkynna skriflega til kjörstjórnar eigi síðar en á hádegi 36 dögum fyrir kjördag. Frestur til að skila inn framboðslistum er því til kl. 12:00 þann 8. apríl 2022.

Yfirkjörstjón Múlaþings tekur á móti framboðsgögnum föstudaginn 8. apríl næst komandi milli kl. 10:00 og 12:00 í fundarsal skrifstofu Múlaþings að Lyngási 12 á Egilsstöðum. Klukkan 13:00, á sama stað, hefst fundur um yfirferð framboðslista.

Framboðslistunum skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listunum eru um að þeir hafi gefið samþykki sitt fyrir því að nöfn þeirra séu á listunum. Framboðslistunum skal einnig fylgja skrifleg yfirlýsing frá kjósendum í Múlaþingi um stuðning við listana, að lágmarki 40 meðmælendur og að hámarki tvöföld sú lágmarkstala. Fram þarf að koma nöfn meðmælenda, kennitölur þeirra og heimili. Vakin er athygli á því að hver kjósandi má einvörðungu mæla með einum lista við hverjar kosningar, samanber kosningalög nr. 112/2021.

 

Egilsstöðum 28. mars 2022

Yfirkjörstjórn Múlaþings,

 

Jón Jónsson

Þórunn Hálfdánardóttir

Björn Aðalsteinsson.

Auglýsing um móttöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga í Múlaþingi 14. maí 2022
Getum við bætt efni þessarar síðu?