Ársreikningur Múlaþings fyrir árið 2023 lagður fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn Múlaþings þann 13. mars 2024 samþykktur og áritaður af byggðaráði og sveitarstjóra. Samkvæmt sveitarstjórnalögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og er áætlað að seinni umræða fari fram miðvikudaginn 10. apríl 2024.
Helstu niðurstöður
- Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir, fjármagnsliði og tekjuskatt (EBITDA) í samstæðureikning Múlaþings var jákvæð um 1.392 millj. kr. á árinu 2023 eða um 14,5% í hlutfalli af rekstartekjum. Til samanburðar nam EBITDA í samstæðureikningi 1.197 millj. kr. á árinu 2022.
Hjá A hluta nam EBITDA 449 millj. kr. á árinu 2023 eða um 5,5% í hlutfalli af rekstartekjum. Til samanburðar nam EBITDA A hluta 359 millj. kr. á árinu 2022.
- Fjármagnsgjöld námu 897 millj. kr. í samstæðu A og B hluta en námu 849 millj. árinu 2022. Fjármagnsgjöld A hluta námu 729 millj. kr. Til samanburðar námu fjármagnsliðir 671 millj. á árinu 2022.
- Rekstrarafkoma Múlaþings árið 2023 var jákvæð um 2 millj. kr. samkvæmt samstæðureikningi sveitarfélagsins en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 224 millj. kr. rekstrarafgangi. Rekstarafkoma A hluta var neikvæð um 523 millj. kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 128 millj. kr. rekstarhalla.
- Lakari rekstarniðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir skýrist að mestu af neikvæðri þróun á verðbólgu á árinu 2023 og hækkun á lífeyrisskuldbindingu umfram áætlun.
- Veltufé frá rekstri nam 1.323 millj. kr. á árinu 2023 í samstæðu A- og B hluta eða 13,8% sem hlutfall af rekstartekjum. Til samanburðar nam veltufé frá rekstri á árinu 2022 1.040 millj. kr. í samstæðu reikningi Múlaþings. Veltufé frá rekstri í A hluta nam 483 millj. kr. eða 5,9% sem hlutfall af rekstartekjum. Til samanburðar nam veltufé frá rekstri A hluta 310 millj. kr. á árinu 2022.
- Eigið fé var jákvætt í árslok 2023 um 3.093 millj. í samstæðu A- og B hluta að teknu tilliti til hlutdeildar minnihluta. Eigið fé A hluta var jákvætt um 595 millj. kr. í árslok 2023.
- Skuldir og skuldbindingar samstæðu A- og B hluta námu í árslok 2023 um 13.666 millj. kr. og hækka um 1.269 millj. kr. frá árinu 2022. Skuldaviðmið skv. reglugerð um fjárhagsleg viðmið fyrir samstæðureikning A og B hluta er 105% í árslok 2023. Skuldaviðmið árið 2022 var 110%
- Hjá Múlaþingi var það metið svo að ein samrekstrareining falli undir breytingu á reglugerð 1212/2015 sem tók gildi 2021 þar sem gert er að færa, inn í samantekin reikningsskil, hlutdeild í byggðasamlögum sem falla undir ábyrgð sveitarfélags. Hjá Múlaþingi er það Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) sem fellur undir þetta ákvæði og fært þannig í ársreikningi 2023, samanburðarfjárhæðir hafa verið endurgerðar til samræmis.
Nánari upplýsingar veita Björn Ingimarsson, sveitarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri.