Fara í efni

Alda Marín nýr fulltrúi sveitarstjóra

10.06.2024 Fréttir Borgarfjörður

Ákveðið hefur verið að ráða Öldu Marín Kristinsdóttur í stöðu fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði eystri.

Alda Marín hefur búið á Borgarfirði síðan 2018 en hún flutti upphaflega í fjörðinn sem starfsmaður Austurbrúar en hún starfaði sem verkefnastjóri yfir verkefninu Brothættar byggðir. Síðan þá hefur hún meðal annars setið í heimastjórn og tekið þátt í ýmis konar stefnumótun á Borgarfirði, bæði í gegnum störf sín og sem íbúi.

Alda Marín er með BA í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur starfað náið með stjórnsýslu sveitarfélagsins í gegnum störf sín hjá Austurbrú og sem meðlimur í heimastjórn. Hjá Austurbrú hefur hún einnig sinnt markaðsstörfum og stefnumótun fyrir landsfjórðunginn. Áður en hún kom austur starfaði hún sem sölu- og markaðsstjóri hjá Hótel Holti.

Sveitarfélagið býður Öldu Marín velkomna til starfa.

Alda Marín nýr fulltrúi sveitarstjóra
Getum við bætt efni þessarar síðu?