Vegna erfiðrar færðar á Héraði má búast við seinkun á sorphirðu í þéttbýli og í dreifbýli. Reynt verður eftir fremsta megni að halda röskun á sorphirðu í lágmarki.
Íbúar eru beðnir um að tryggja greiða leið að sorpílátum með því að moka vel frá þeim. Ekki er hægt að tryggja að sorpílát verði tæmd ef leið að þeim er ekki greið.
Þá mun hirða á heyrúlluplasti í dreifbýli Fljótsdalshéraðs einnig raskast en sorphirðuverktaki mun upplýsa bændur um framvindu mála.