Fara í efni

19. fundur Sveitarstjórnar Múlaþings - dagskrá

Mynd af Birni Ingimarssyni

Björn Ingimarsson er sveitarstjóri Múlaþings og gegnir einnig starfi hafnarstjóra Hafna Múlaþings.

Björn er með meistaragráðu í Þjóðhagfræði frá Gautaborgarháskóla. Hann hefur margra ára reynslu sem stjórnandi og ráðgjafi í atvinnurekstri bæði hér á landi og erlendis en undanfarin ár hefur hann einkum starfað á vettvangi sveitarstjórnarmála.

Björn starfaði sem sveitarstjóri Þórshafnarhrepps árin 2001 – 2006, sem sveitarstjóri Langanesbyggðar árin 2006 – 2009, sem bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs frá því í júlí 2010 þar til í september 2020 og sem sveitarstjóri Múlaþings frá því í október 2020.

Björn er giftur Sigrúnu Jónu Óskarsdóttur, förðunarfræðingi, og eiga þau sex börn.

Sveitarstjóri situr í eftirtöldum nefndum / stjórnum fyrir hönd sveitarfélagsins:

  • Stjórn Eignarhaldsfélags Brunabótarfélags Íslands
  • Stjórn Sveitarfélaga á köldum svæðum
  • Stjórn Vísindagarðsins ehf
  • Stjórn Ársala bs
  • Stjórn Brunavarna á Héraði bs
  • Almannavarnarnefnd Austurlands

 

Ráðningarsamningur sveitarstjóra

07.01.2022 Fréttir Tilkynningar frá bæjarstjóra

19. fundur Sveitarstjórnar Múlaþings verður haldinn í fjarfundi, 12. janúar 2022 og hefst klukkan 14:00. Fundinn má finna hér.

Dagskrá:

Erindi :

1. 202111135 - Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Ný vegtenging, útrás og hreinsivirki

2. 202101232 - Afslættir af gatnagerðargjöldum í Múlaþingi
TIL STAÐFESTINGAR

3. 202111089 - Reglur Múlaþings um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk

4. 202111083 - Reglur um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk hjá Múlaþingi

5. 202111090 - Reglur um styrki til verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks hjá Múlaþingi

6. 202011098 - Vetrarþjónusta í dreifbýli og milli byggðakjarna

7. 202112020 - Borgarfjarðarvegur 94 - Borgarfjörður til Borgarfjarðarhafnar

8. 202010446 - Tillaga að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.

Á fundi sveitarstjórnar 10.2. 2021 var heimastjórnum Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar falið að tilnefna fulltrúa í nefndir og ráð og tengiliði við Umhverfisstofnun og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs vegna framangreindra svæða (heimastjórn Fljótsdalshéraðs vegna Stórurðar og verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og heimastjórn Borgarfjarðar vegna víknanna sunnan Borgarfjarðar).

Á fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 6.12. 2021 var eftirfarandi bókað: Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að verkefnastjóri umhverfismála hjá sveitarfélaginu verði fulltrúi Múlaþings vegna verkefnisins.

9. 202106106 - Úthéraðsverkefni

Á fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 6.12. 2021 var eftirfarandi bókað:

Í ljósi þess að tveir fulltrúar af fjórum hafa látið af störfum í starfshópi um verkefnið er lagt til við sveitarstjórn að nýir fulltrúar verði skipaðir í þeirra stað frá sveitarfélaginu. Jafnframt er lagt til að óskað verði eftir fulltrúum íbúa í starfshópinn, t.d. frá búnaðarfélögum í Hjaltastaðaþinghá, Hróarstungu og Jökulsárhlíð.

10. 202108068 - Aðalskipulagsbreyting, Álfaás á Völlum

11. 202111223 - Umsókn um lóð, Bakkavegur 0, Borgarfjörður

12. 202012037 - Skýrslur heimastjórna

Fundargerðir til staðfestingar :

13. 2112008F - Byggðaráð Múlaþings - 40

14. 2112011F - Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 41

15. 2112020F - Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 42

16. 2112013F - Fjölskylduráð Múlaþings - 34

17. 2112006F - Heimastjórn Borgarfjarðar - 18

18. 2112005F - Heimastjórn Seyðisfjarðar - 18

19. 2112003F - Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 16

20. 2112004F - Heimastjórn Djúpavogs - 21

21. 2112012F - Ungmennaráð Múlaþings - 10

Almenn erindi :

22. 202010421 - Skýrsla sveitarstjóra

 

Í umboði forseta sveitarstjórnar
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri.

19. fundur Sveitarstjórnar Múlaþings - dagskrá
Getum við bætt efni þessarar síðu?