Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 91

Málsnúmer 2308012F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 39. fundur - 13.09.2023

Forseti opnaði mælendaskrá undir liðum 16,17 og 18. Forseti opnaði fyrst fyrir umræður í fundargerð 92 undir máli 8 og fundargerð 93 undir máli 4 sem er sama mál og ÞJ sveitarstjórnarfulltrú var talinn vanhæfur fyrr á fundinum. Forseti bað sveitarstjórnarfulltrúann að víkja sæti.Þröstur Jónson bað um orðið til að ræða Fundarstjórn forseta.

ÞJ kom upp og lagði fram eftirfarandi bókun:
Þar sem væntanlega ég yrði sviftur málfrelsi undir þessum liðum þó ég sæti í salnum líkt og gert var undir fjórða fundarlið hér á undan, sé ég ekki ástæðu til að tefja fund meir en orðið er af meintu vanhæfi mínu.
Mun því hlíta boði forseta og yfirgefa salinn.
Það breytir ekki því að ég sætti mig ekki við að vera dæmdur og kosinn vanhæfur þegar úrskurðarvaldið í þessu landi hefur ekki tekið undir það sjónarmið að ég sé vanhæfur, hvorki Innviðaráðuneyti né Umboðsmaður Alþingis þó til beggja hafi verið leitað.
Mótmæli því alræðisvaldi sem sveitarstjórn hefur tekið sér í að lýsa mig vanhæfan sem áður nefnd úrskurðar-embætti taka hvorugt undir, heldur kveða ekki upp úrskurð eins og þeim þó ber og um var beðið.

Vék ÞJ síðan af fundi undir áðurgreindum liðum.

Til máls tóku: Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson sem bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn Helga Hlyns,


Lagt fram til kynningar
Getum við bætt efni þessarar síðu?