Fara í efni

Fundur Fuglaverndar og heimastjórnar

Málsnúmer 202404292

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 47. fundur - 06.05.2024

Fulltrúar úr heimastjórn funduðu með stjórn Fuglaverndar á Borgarfirði 26.apríl síðastliðinn.

Á fundinum kom m.a. fram að Fuglavernd mun leggja til sjálfboðaliða til að starfa í Hafnarhólma í júlí. Þá kom jafnframt fram vilji beggja til þess að taka upp gjaldskyldu í hólmann.

Fuglavernd lýsti yfir áhuga til að útvega ljósmyndir og kynningarefni til að setja upp á 3. hæð Hafnarhússins sumarið 2025.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?