Fara í efni

Umsókn um byggingarheimild, Múli 1A, 766,

Málsnúmer 202404230

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 116. fundur - 06.05.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarheimild vegna byggingar bogaskemmu í landi Múla 1a(L225072). Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008-2020 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 28. fundur - 31.05.2024

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform og byggingarheimild fyrir bogaskemmu.

Byggingarheimild var gefin út dags. 16.05.2024.
Getum við bætt efni þessarar síðu?