Fara í efni

Skógardagurinn mikli 2024

Málsnúmer 202403119

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 112. fundur - 26.03.2024

Fyrir liggja drög að samningi við Félag skógarbænda á Fljótsdalshéraði vegna Skógardagsins mikla. Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Jónína Brá Árnadóttir, verkefnastjóri á sviði menningarmála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að gerður verði samningur við Félag skógarbænda á Fljótsdalshéraði vegna Skógardagsins mikla til þriggja ára, samkvæmt fyrirliggjandi drögum. Verkefnastjóra á sviði menningarmála er falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Jónína Brá Árnadóttir - mæting: 10:35
Getum við bætt efni þessarar síðu?