Fara í efni

Ósk um umsögn um gullhúðun EES reglna

Málsnúmer 202402130

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 107. fundur - 20.02.2024

Fyrir liggur að starfshópur um aðgerðir gegn svokallaðri gullhúðun EES-reglna óskar eftir ábendingum og umsögnum um tilvik þar sem gullhúðun hefur verið beitt. Undir þessum lið tengdist inn á fundinn Aron Thorarenssen, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi Múlaþings, og gerði grein fyrir málinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að skilað verði inn umsögn í samræmi við umræðu á fundinum vegna persónuverndarlöggjafarinnar fyrir hönd sveitarfélagsins, í samráðsgátt, varðandi gullhúðun EES-reglna og felur sveitarstjóra að sjá til að svo verði gert.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Aron Thorarenssen - mæting: 10:20
Getum við bætt efni þessarar síðu?