Fara í efni

Erindi frá eigendum fasteignar við Fjarðará

Málsnúmer 202402096

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 44. fundur - 07.03.2024

Fyrir fundinum lá erindi dags.13.feb sl. frá Ólafi Pétursyni og Rannveigu Þórhallsdóttur þar sem óskað er eftir svörum er varðar afgreiðslu umhverfis-og framkvæmdaráðs á deiliskipulagi við Árstíg. Skipulagsfulltrúi Sigurður Jónsson sat fundinn og fór yfir stöðu málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn þakkar skipulagsfulltrúa fyrir góða yfirferð og vísar erindinu til umhverfis-og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 09:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 111. fundur - 18.03.2024

Heimastjórn Seyðisfjarðar vísaði meðfylgjandi erindi frá lóðarhöfum við Fjarðará, Ólafi Péturssyni og Rannveigu Þórhallsdóttur, til afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs á fundi sínum 7. mars sl.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að vinna drög að svari við fyrirliggjandi erindi sem lagt verður fyrir ráðið að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 114. fundur - 22.04.2024

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Tekið er fyrir að nýju erindi frá lóðarhöfum við Fjarðará, Ólafi Péturssyni og Rannveigu Þórhallsdóttur. Jafnframt eru lögð fram drög að svari við erindinu í samræmi við bókun ráðsins á 111. fundi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu í samræmi við fyrirliggjandi drög að svörum ásamt umræðum á fundinum.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?