Fara í efni

Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 202312252

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 43. fundur - 20.12.2023

Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?