Fara í efni

Umsókn um byggingarheimild, Kaupvangur 25, 700,

Málsnúmer 202307097

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 91. fundur - 21.08.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarheimild vegna viðbyggingar á lóð við Kaupvang 25 (L186207) á Egilsstöðum. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda við Kaupvang 23.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 95. fundur - 25.09.2023

Grenndarkynningu byggingaráforma við Kaupvang 25 á Egilsstöðum lauk þann 19. september sl. án athugasemda.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu fyrirhugaðra byggingaráforma við Kaupvang 25 sé lokið án athugasemda.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?