- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Skógræktinni vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Hafursár (L157487) sem er í eigu Ríkissjóðs Íslands. Sótt er um leyfi til ræktunar á 176 ha skógrækt á landi sem skilgreint er í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem opið svæði til sérstakra nota.
Í greinargerð aðalskipulags segir að svæðið sé „ætlað til útiveru og náttúruskoðunar og er ekki gert ráð fyrir öðrum mannvirkjum á svæðinu en þeim sem tengjast almennri útiveru og náttúruskoðun, s.s. stígum, skiltum, áningarstöðum og bílastæðum fyrir göngu- og ferðafólk. Minni háttar mannvirki og starfsaðstaða vegna skógræktar er heimil.“
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Það er mat umhverfis- og framkvæmdaráðs að fyrirhuguð skógræktaráform samræmist ekki gildandi aðalskipulagi og getur þar af leiðandi ekki fallist á útgáfu framkvæmdaleyfis.
Samþykkt samhljóða.