Fara í efni

Samráðsgátt. Valkostir og greining á vindorku, skýrsla starfshóps.

Málsnúmer 202304171

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 84. fundur - 15.05.2023

Stöðuskýrsla um hagnýtingu vindorku hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda af umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Formanni falið að vinna umsögn í samráði við fulltrúa ráðsins og skila henni inn eigi síðar en 18. maí. Umsögnin verður borin upp til samþykktar á næsta fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða.





Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 85. fundur - 22.05.2023

Í samræmi við bókun frá síðasta fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs er lögð fram til staðfestingar umsögn Múlaþings við mál nr. 84 í samráðsgátt, skýrslu starfshóps um valkosti og greiningu á vindorku.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn.

Samþykkt samhljóða.


Fulltrúar VG, Miðflokksins og Austurlistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
Þó að við, fulltrúar VG, Miðflokksins og Austurlistans, séum að miklu leyti sammála því sem fram kemur í umsögn stjórnar Samtaka Orkusveitarfélaga er varðar hagsmuni nærsamfélaga vindorkuvirkjana, þá er ekki öll sagan sögð.

Skýrsla þessi fjallar að stærstum hluta um lagalega hlið vindorkuvirkjana, gjaldtöku vegna þeirra og leyfi. Það er enn fjölmörgum spurningum er varða nýtingu vindorku á Íslandi ósvarað en ein grundvallarspurning hlýtur að vera í hvað orkan eigi að fara. Frekar en að framleiða og nota sífellt meira af orku væri ráð að staldra við og forgangsraða orkunni í grænni verkefni.

Vegna óafturkræfs eðlis þess rasks sem hlýst af vindorkuvirkjunum er nauðsynlegt að settar séu skýrar reglur um þær og að náttúruvernd sé höfð að leiðarljósi sem frekast verður. Ef það er ekki gert fórnum við einstakri náttúru okkar fyrir óvönduð orkuskipti þar sem orkan er mögulega seld hæstbjóðanda og heimilin og smærri fyrirtæki eiga það á hættu að líða fyrir kaupmátt orkufrekra stórnotenda.

Krafa um arð til nærsamfélagsins hefur margar hliðar og varast ber að fórna hverju sem er fyrir hann. Rannsaka þarf nýtingu vindorku á Íslandi betur og breið sátt þarf að ríkja um hana, en nýting hennar þarf að vera í sátt við náttúru, menn og önnur dýr.
Getum við bætt efni þessarar síðu?