Fara í efni

Búsetuskipti í Mýnesi

Málsnúmer 202304134

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 36. fundur - 10.05.2023

Fyrir liggur minnisblað frá skrifstofustjóra varðandi staðfestingu v/ búsetuskipta í Mýnesi samkv. 36. grein Jarðarlaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir að ábúendur í Mýnesi, þau Guðjón Einarsson og Erla Þórhildur Sigurðardóttir, hafa setið jörðina vel og mælir sveitarstjórn með því að þau fái jörðina keypta. Umræddir ábúendur eiga lögheimili í Mýnesi og hafa búið þar frá 1975. Á umræddri jörð stunda ábúendur ekki búskap en ástand íbúðarhúss er í góðu lagi, en fjós og hlaða frá 1950 eru úreld.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?