Fara í efni

Hinsegin fræðsla í grunnskólum Múlaþings

Málsnúmer 202304060

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 81. fundur - 18.04.2023

Fyrir liggur erindi frá Samtökunum 22 - Hagsmunasamtök Samkynhneigðra varðandi "Hinsegin fræðslu" í grunnskólum Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að beina fyrirliggjandi erindi frá Samtökunum 22 til fjölskylduráðs til kynningar og umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða án handauppréttingu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég lýsi vonbrigðum yfir því að beiðni minni um að fá formann Samtakanna 22 sem gest inn á þennan fund, undir þessum lið, var hafnað.
Bent skal á að Samökin 22 er félag á álmennaheillaskrá.
Ég lýsi jafnframt furðu minni á því að Byggðaráð hafnar þannig upplýsandi umræðu um þjónustusamning sem sveitarfélagið hefur gert og felur í sér fjárhagslegar skuldbindingar fyrir sveitarfélagið til þriggja ára.
Það er hlutverk menntaðra grunnskólakennara að fara með menntun barna í grunnskólum sveitarfélagsins.
Hvernig má það vera að það þurfi utanaðkomandi hagsmunasamtök sem standa fyrir mjög svo umdeild kynjafræði til að uppfræða börn og unglinga um umburðalyndi og náungakærleika.
Samtök sem á fræðsluvef sínum otila.is ráðast að "venjulegum" hommum og lesbíum á undirsíðu með titlinum "Hinsegin þjóðernishyggja" og byggja fræðsluefni á svo veikum grunni sem fram kemur á undirsíðunni "Heimildanotkun", eiga vart erindi við börnin í grunnskólum okkar.



Fjölskylduráð Múlaþings - 69. fundur - 25.04.2023

Undir þessum lið tengdist inn á fundinn Eldur Ísidór, formaður Samtakanna 22, en byggðaráð Múlaþings beindi á fundi sínum 18. apríl 2023 erindi frá Samtökunum 22 til fjölskylduráðs til kynningar og umfjöllunar.

Ráðið sér ekki ástæðu til að endurskoða málið og ítrekar fyrri afstöðu sína til fræðslusamnings sem gerður hefur verið við Samtökin 78.

Fjölskylduráð Múlaþings áréttar að það er enginn sómi fólginn í því að ráðast gegn fræðslu sem gagnast minnihlutahópum. Það er alvarleg árás á trans fólk að fara fram með rangfærslum um þá fræðslu sem áformuð er á vegum Samtakanna 78. Þó að málshefjandur gefi það út að þeir séu að hugsa um hag barna þá eru þeir að brjóta illilega á réttindum þeirra barna sem tilheyra viðkvæmum minnihlutahópi sem stendur höllum fæti og situr undir óvægum árásum nú um stundir.

Fjölskylduráð ítrekar bókun frá fundi sínum 4. apríl 2023:
Fjölskylduráð hafnar tilburðum til ritskoðunar á námsefni á jafnmikilvægu mannréttindamáli og hinsegin fræðsla er. Að auki hafnar fjölskylduráð öfgafullri orðræðu í garð samfélagshópa og telur þær forsendur sem lagðar voru fram fyrir upptöku erindisins ekki á faglegum rökum reistar.
Engar forsendur eru breyttar frá því að fjölskylduráð fjallaði um og samþykkti samninginn á fundi sínum 14. febrúar sl.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er hlutverk menntaðra grunnskólakennara að fara með menntun barna í grunnskólum sveitarfélagsins.
Hvernig má það vera að það þurfi utanaðkomandi hagsmunasamtök sem standa fyrir mjög svo umdeild kynjafræði til að uppfræða börn og unglinga um umburðalyndi og náungakærleika.
Samtök sem á fræðsluvef sínum otila.is ráðast að "venjulegum" hommum og lesbíum á undirsíðu með titlinum "Hinsegin þjóðernishyggja" og byggja fræðsluefni á svo veikum grunni sem fram kemur á undirsíðunni "Heimildanotkun", eiga vart erindi við börnin í grunnskólum okkar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?