Fara í efni

Gistingu í grunnskóla

Málsnúmer 202303248

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 67. fundur - 04.04.2023

Fyrir liggur bréf frá Áskeli Heiðari Ásgeirssyni, barst 16. mars 2023, þar sem óskað er eftir að leiga húsnæði Grunnskólans á Borgarfirði yfir Bræðsluhelgina.

Fjölskylduráð vísar í reglur um afnot fasteigna Múlaþings, annarra en íbúðarhúsnæðis, sem samþykktar voru í Byggðarráði Múlaþings í nóvember 2022. Í 7 gr. reglanna stendur að eingöngu er heimilt að nota fasteignir sveitarfélagsins til gistingar, samkvæmt reglum þessum, þegar um er að ræða hópgistingu barna og ungmenna í fylgd og á ábyrgð fullorðinna, t.d. vegna æskulýðsstarfs, skóla- og íþróttamóta.

Fjölskylduráð hafnar því erindinu.

Samþykkt með handauppréttingu með sex atkvæðum, einn sat hjá (ES).



Getum við bætt efni þessarar síðu?