Fara í efni

Umsókn um niðurrif, Eiðar /Lóð 2, 701,

Málsnúmer 202301185

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 95. fundur - 25.09.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá EFLU fyrir hönd Ríkisútvarpsins ohf. þar sem óskað er eftir því að ákvörðun framkvæmda- og umhverfismálastjóra um að málsaðila bæri að fjarlægja jarðskaut í tengslum við niðurrif Eiðamasturs verði endurskoðuð.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að málsaðila sé heimilt að skilja eftir jarðskaut Eiðamasturs á þeirri forsendu að ekki sé af því mengunarhætta. Jafnframt fer ráðið fram á það að málsaðili skili inn hnitsetningu af jarðskautinu.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?