- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Fyrir liggur frá Skipulagsstofnun ósk um umsögn heimastjórnar um matsskyldufyrirspurn vegna stækkunar Skaganámu og losunar umframefnis í hafið á Seyðisfirði, í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Það er mat heimastjórnar Seyðisfjarðar að nægilega sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í kynningarskýrslu VSÓ ráðgjöf og að framkvæmdin kalli ekki á frekara mat á umhverfisáhrifum. Heimastjórn tekur undir þau sjónarmið er fram koma í skýrslunni að stækkun Skaganámu sé í heild líkleg til að hafa óveruleg til neikvæð áhrif á umhverfisþætti, þar sem helstu áhrif framkvæmda verða á landslag og ásýnd. Framkvæmdartími er að mestu leyti fyrirhugður á næstu 5 árum. Stækkun námunnar er talin nauðsynleg vegna fjölbreyttrar framkvæmdaþarfar á Seyðisfirði næstu árin, auk takmarkaðs aðgengis að nauðsynlegu efni vegna þeirra. Stækkunin er talin auka staðbundið og að einhverju leyti tímabundið við áhrif námunnar á ásýnd svæðis. Áhrif stækkunarinnar á aðra umhverfisþætti eru metin óveruleg. Losun umframefnis fer fram á manngerðu hafnarsvæði sem er að hluta til á landfyllingu með sögu um fyrri losanir í hafið. Umframefnið mun koma úr fjallshlíð sem er á svæði þar sem ekki hefur verið fyrri starfsemi og eru áhrif á sjó því metin óveruleg. Að mati Heimastjórnar Seyðisfjarðar eru umhverfisáhrif vegna stækkunar Skaganámu og losunar umframefnis í hafið ekki þess eðlis að þau geti talist umtalsverð í skilningi laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr.111/2021. Heimastjórn Seyðisfjarðar leggur áherslu á að við frágang námusvæða verði land mótað með þeim hætti að sýnileg áhrif verði hverfandi.
Heimastjórn felur skipulagsfulltrúa að senda umsögnina til Skipulagsstofnunar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.