- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Heimastjórn þakkar Björt Sigfinnsdóttur, framkvæmdastýru LungA lýðskólans, fyrir komuna og góða yfirferð yfir starfsemi skólans. Í kynningu kemur fram að ekki er hægt að halda áfram nemendatengdri starfsemi að Strandavegi 13 vegna skriðuhættu og því ljóst að skólinn þarf nýtt húsnæði.
Heimastjórn leggur áherslu á að sveitarfélagið styðji við starfsemi og uppbyggingu skólans bæði heima fyrir og með samtali við viðeigandi ráðuneyti. Kynningin sýndi metnaðarfull uppbyggingaráform með nýrri námsbraut og stækkun skólans sem mun óhjákvæmilega leiða til samfélags ávinnings fyrir sveitarfélagið.
Heimastjórn vísar til Byggðaráðs að það rýni sérstaklega stuðning sveitarfélagsins við LungA skólann í fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins fyrir 2023. Heimastjórn hvetur til þess að allra leiða sé leitað til að styðja við fyrirhugaða uppbyggingu, t.d. í gegnum skipulagsgerð og innheimtu framkvæmdatengdra gjalda.
Heimastjórn vill í þessu samhengi benda á að LungA skólinn er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun sem hefur margvísleg jákvæð áhrif á samfélagið og því mikilvægt að skólinn fái verðskuldaðan stuðning.