Fara í efni

Saga Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202209233

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 28. fundur - 11.10.2022

Fyrir liggur erindi frá fulltrúum áhugamannahóps um ritun sögu Seyðisfjarðar þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið komi að verkefninu með formlegri þátttöku í undirbúningsnefnd sem og með fjárframlagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings fagnar þeirri jákvæðu vinnu er hafin er varðandi ritun sögu Seyðisfjarðar og vísar erindinu til byggðaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (ÞJ)

Byggðaráð Múlaþings - 63. fundur - 18.10.2022

Fyrir liggur bókun sveitarstjórnar Múlaþings, dags. 11.10.2022, þar sem erindi frá fulltrúum áhugamannahóps um ritun sögu Seyðisfjarðar er vísað til byggðaráðs til afgreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð tekur undir með sveitarstjórn Múlaþings og fagnar þeirri jákvæðu vinnu sem hafin er varðandi ritun sögu Seyðisfjarðar. Byggðaráð felur atvinnu- og menningarmálastjóra að taka erindið til frekari skoðunar og tillögugerðar og verður það tekið til afgreiðslu í byggðaráði er niðurstaða úr þeirri vinnu liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?