Fara í efni

Erindi - Gamli skóli Seyðisfirði

Málsnúmer 202209105

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 60. fundur - 20.09.2022

Fyrir liggur erindi frá Skálanessetri ehf þar sem fram kemur áhugi á að kaupa húsnæði gamla skólans á Seyðisfirði og nýta undir menntun, miðlun og rannsóknir. Horft er til þess að af þessu gæti orðið er sveitarfélagið hefur ekki lengur þörf fyrir húsnæðið undir starfsemi grunnskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma því á framfæri við fulltrúa Skálanesseturs ehf. að fyrirliggjandi hugmyndir varðandi framtíðarnýtingu húsnæðisins verði teknar, auk annarra hugmynda, til skoðunar er fyrir liggur hvenær verði ekki lengur þörf fyrir húsnæðið undir starfsemi grunnskóla á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?