Fara í efni

Ályktun af aðalfundi Hollvinasamtaka Hjaltalundar

Málsnúmer 202208134

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 26. fundur - 01.09.2022

Fyrir liggur ályktun frá aðalfundi Hollvinasamtaka Hjaltalundar, sem haldinn var í Hjaltalundi 20. ágúst 2022, þar sem hvatt er til þess að komið verði upp útskoti við vegmót Sandbrekkuvegar og Borgarfjarðarvegar, þar sem m.a. yrði mögulegt að koma upp skiltum með upplýsingum um svæðið s.s. um Hjaltalund, náttúruperlur, Hjaltastaðakirkju, gönguleiðir og fleira.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs líst vel á hugmyndina og bendir hollvinasamtökunum á að vera í samvinnu við Vegagerðina um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?