- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á grundvelli 5. gr. laga nr. 162/2006, með síðari breytingum, leggur byggðaráð Múlaþings til að reglur Múlaþings um framlög til stjórnmálaflokka verði eftirfarandi:
Framlag til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnar skal ákvarðað af sveitarstjórn í fjárhagsáætlun viðkomandi árs. Úthlutun fer fram að loknum kosningum til þeirra stjórnmálasamtaka sem hlotið hafa a.m.k. 5% atkvæða eða einn mann kjörinn, til samræmis við framangreind lög. Framlögum skal úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn. Miða skal við að greiða 189 kr. á hvern íbúa sem lögheimili á í sveitarfélaginu 1. janúar á ári hverju. Þessi fjárhæð tekur breytingum árlega miðað við vísitölu neysluverðs í október ár hvert og er grunnvísitala 511,2 stig, m.v. október 2021.
Skilyrt er að viðkomandi stjórnmálasamtök hafi áður uppfyllt upplýsingaskyldu sína við ríkisendurskoðanda, sbr. 8. og 9. gr. laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra nr. 162/2006.
Á því ári sem sveitarstjórnarkosningar eru haldnar skal úthluta helmingi árlegs framlags fyrir kosningar, en síðari helmingi að þeim loknum og þá í samræmi við kjörfylgi í nýafstöðnum kosningum.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.