- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Stefán Bogi Sveinsson, Kristjana Sigurðardóttir, Vilhjálmur Jónsson, Gauti Jóhannesson, Þröstur Jónsson, Hildur Þórisdóttir.
Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Múlaþings harmar stríðsástand í Úkraínu sem og annars staðar í heiminu og lýsir yfir samkennd og samhug með almennum borgurum þar sem og annarsstaðar sem þurfa að búa við ofbeldi og yfirgang stjórnvalda, innlendra sem erlendra. Sveitastjórn Múlaþings hvetur alla deiluaðila að leggja niður vopn og setjast að samningaborði, hlusta á kröfur hvers annars, með hag og öryggi almennra borgara að leiðarljósi. Sveitarstjórn Múlaþings lýsir sig reiðubúna til að greiða götu fólks á flótta en leggur til að vanda sé til verka, þannig að fjármunir nýtist sem best í stuðningi við flóttafólkið.
Tillagan felld með 9 atkvæðum en 1 greiddi atkvæði með (ÞS), einn sat hjá (HHÁ).
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Sveitarstjórn Múlaþings fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Sveitarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og þær aðgerðir er alþjóðasamfélagið hefur gripið til gegn yfirvöldum í Rússlandi. Sveitarstjórn Múlaþings lýsir sig reiðubúna til að koma að aðstoð við fólk á flótta og tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga.
Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (ÞS).