Fara í efni

Endurvinnslutunnur á almenningsstöðum

Málsnúmer 202202146

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 12. fundur - 21.02.2022

Á sameiginlegum fundi ungmennaráðs og sveitarstjórnar þann 9. júní 2021 kynnti ungmennaráð hugmyndir sínar um bætta sorpflokkun á almenningssvæðum.
Á fundi sínum þann 25. ágúst 2021 fjallaði umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings um erindið og samþykkti eftirfarandi tillögu:

Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar ungmennaráði fyrir erindið og tekur undir að rétt sé að koma á flokkun sorps sem víðast. Ráðið felur verkefnastjóra umhverfismála að leggja fram tillögu að tilraunaverkefni um flokkun sorps á almenningssvæðum fyrir næsta sumar.

Ungmennaráð Múlaþings óskar eftir upplýsingum um stöðu þessa máls frá umhverfis- og framkvæmdaráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 50. fundur - 23.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá Ungmennaráði Múlaþings sem samþykkt var á fundi 21. febrúar 2022 þar sem óskað var eftir upplýsingum frá ráðinu um stöðu máls er varðar flokkun sorps á almenningssvæðum. Einnig liggur fyrir fundinum minnisblað frá verkefnastjóra umhverfismála vegna málsins.
Verkefnastjóri umhverfismála, Freyr Ævarsson, sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu verkefnastjóra umhverfismála um kaup á flokkunartunnum fyrir opin svæði. Ráðið felur verkefnisstjóra að velja eitt svæði í hverjum byggðarkjarna, í samráði við garðyrkjustjóra og fulltrúa sveitarstjóra á hverjum stað, þar sem verkefnið verði hafið nú í sumar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?